Sigmundur varar við neyslu á erlendu kjöti

Enn og aftur varar Framsóknarflokkurinn við neyslu á erlendum landbúnaðarvörum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra varaði við hugmyndum um endurskoðun á landbúnaðarkerfinu í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði miklu máli skipta að vernda heilnæmi íslenskrar vöru.

Og hvers vegna?

„Við notum ekki aukaefni, stera, hormóna og slíkt í því að framleiða íslenskt kjöt en líka ekki síður að við séum laus við ýmiss konar sýkingu sem að er, því miður, alltof algeng víða og er ekki bara skaðleg dýrunum heldur getur verið mjög skaðleg fólki,“ sagði Sigmundur og benti að sníkjudýrið toxoplasma geti valdið því að hegðun fólks breytist.

„Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri,“ sagði hann. 

Vísindavefurinn hefur þetta að segja toxaplasma:

Einnig er hætta á því að sníkjudýr úr köttum berist í menn. Sníkjudýrið bogfrymill (Toxoplasma gondii) er algengur innsníkill í köttum. Bogfrymill getur valdið fósturskaða og jafnvel fósturdauða ef hann berst í vanfærar konur. Sníkjudýrið berst úr kettinum með saur og það er ekki ráðlegt að vanfærar konur hreinsi saur úr kattarkassanum. Þess má þó geta að bogfrymill getur líka borist í menn úr kjöti sem ekki verið eldað nóg. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að allt að 22% karlmanna og 15% kvenna hafa haft þetta sníkjudýr í sér. Smit af völdum bogfrymils eru hins vegar mun fátíðari hér á landi.

Sigmundur sagði að það yrði glapræði fyrir Íslendinga að afnema tolla á meðan stóru ríkin, Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrir, viðhéldu sínum tollum. „Þá værum við í raun bara að opna fyrir það að hér yrði, „dömpað“ svo maður sletti, yfir íslenska markaðinn vörum, innlenda markaðnum rústað og við myndum algjörlega missa þá stöðu sem við höfum –  og þau tækifæri sem við höfum til að byggja upp greinina,“ sagði hann.

„Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað á fólk að hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna.“

Auglýsing

læk

Instagram