Sjö ára gamall drengur fannst látinn fyrir utan heimilið sitt: Forráðamenn grunaðir um vanrækslu

Hinn sjö ára gamli Hakeem Hussain fannst látinn fyrir utan heimili sitt í Birmingham um síðustu helgi. Mjög kalt var í veðri þegar drengurinn fannst. Móðir drengsins og frændi voru í kjölfarið handtekin grunuð um vanrækslu af ásettu ráði. Þeim var seinna sleppt en málið er í rannsókn.

Fyrstu fregnir af málinu bentu til þess að drengurinn hefði verið skilinn eftir fyrir utan húsið og orðið úti. Í frétt Sky News um málið kemur hinsvegar fram að lögreglan vilji ekki staðfesta það því enn á eftir að kryfja drenginn.

Í tilkynningu frá skóla Hakeems kemur fram að hann hafi verið góður drengur sem var vinsæll meðal kennara og nemanda.

Auglýsing

læk

Instagram