Sjö atriði sem hafa engin áhrif á leikinn gegn Svíþjóð

Ísland mætir Svíþjóð klukkan 18 í dag í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem hófst í Katar í gær. Ómögulegt er að spá fyrir um úrslit leiksins en Nútíminn reynir að rýna í möguleika Íslands með því að skoða hvort landið er betra. Almennt.

 

Volvo gegn TorVeg

Þarna hefur Volvo vinninginn. Svíar hafa framleitt bíla í áratugi en á Íslandi hefur bíll aldrei verið fjöldaframleiddur, þó það standi til. Staðan er 1-0 fyrir Svíþjóð.

ABBA gegn HAM

hamabba

Stórkostlegustu hljómsveitir Svíþjóðar og Íslands og baráttan er hörð. ABBA er ein þekktasta popphljómsveit allra tíma en HAM er HAM. ABBA hefur selt meira en 380 milljónir platna um allan heim en við megum ekki gleyma að HAM er HAM. Ísland jafnar: 1-1.

Toxic gegn Slow

kyliebritney

Áfram í tónlistinni. Margir af farsælustu lagahöfundum heims koma frá Svíþjóð. Toxic er eitt af betri lögum Britney Spears og það var samið sænska upptökustjórateyminu Bloodshy & Avant. Emilíana Torrini er hins vegar einn af höfundum smellsins Slow með Kylie Minogue. Arfleið Svía verður þó ofan á og Svíþjóð kemst yfir: 2-1.

Gylfi Sigurðsson gegn Zlatan Ibrahimovic

zlatangylfi

Gylfi á við ramman reip að draga gegn þessum magnaða fótboltamanni. Gylfi er yngri en Zlatan er svo stórkostlegur að flestu leyti að okkar maður verður því miður undir. Svíþjóð kemst í 3-1.

Pylsa með öllu gegn kjötbollum í IKEA

pylsaikea

Barátta þjóðarréttanna er gríðarlega hörð. Fátt slær út eina með öllu en það er eitthvað við kjötbollurnar í IKEA sem gerir þær betri en aðrar kjötbollur. Eftir harða keppni hefur remúlaðiþakin pylsan betur og staðan lagast aðeins fyrir Ísland: 3-2.

Ingmar Bergman gegn Baltasar Kormáki

baltastaringmar

Ingmar er talinn einn af mikilvirkustu og mikilvægustu leikstjórum kvikmyndasögunnar en Baltasar er meira töff og að gera góða hluti í Hollywood um þessar mundir. Eftir harða baráttu mætir Hrafn Gunnlaugsson óvænt á svæðið og hjálpar okkar manni. Ísland jafnar á ótrúlegan hátt, gegn allri skynsemi: 3-3.

Úrslit: Astrid Lindgren gegn Þorgrími Þráinssyni

toggiastrid

Þorgrímur er alltaf í frábæru formi en Astrid Lindgren nýtur aðstoðar frá Línu Langsokki. Eftir ótrúlega harða baráttu þar sem Þorgrímur leggur sig allan fram stendur Lindgren uppi sem siguregari. Þar með tekur Svíþjóð þetta: 4-3.

Svíþjóð er þar með betra land og tekur þetta því miður í kvöld. En við segjum samt áfram Ísland!

Auglýsing

læk

Instagram