Sjö hrikalegustu ummælin frá hlustendum Útvarps Sögu um hinseginfræðslu

Grunnskólabörn í Hafnarfirði fá hinsegin fræðslu á næstunni. Flestir fagna því eflaust en hlustendur Útvarps Sögu eru steinhissa.

 

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku tillögu Samfylkingarinnar um að efla hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins. Tillagan var lögð fram af Evu Lín Vilhjálmsdóttur, varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, en hún er jafnframt yngsti einstaklingurinn sem setið hefur bæjarstjórnarfund í Hafnarfirði.

Í tillögunni er lagt til að farið verði í átak í eflingu hinseginfræðslu og -ráðgjafar í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðarbær leitist við að gera samstarfssamning við Samtökin ‘78 um þróun námsefnis fyrir öll stig grunnskóla, frá 1. til 10. bekkjar og sérfræðingar Samtakanna haldi námskeið fyrir alla starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar.

Á vef samtakanna 78 kemur fram að markmið fræðslu samtakanna sé að upplýsa um hvað í því felst að vera hinsegin manneskja (samkynhneigð, tvíkynhneigð eða transgender) og hvernig beri að nálgast þennan þátt lífsins á ábyrgan hátt.

Skömmu eftir að fréttirnar bárust var línan laus á Útvarpi Sögu. Þar fengu nokkur hrikaleg ummæli að falla og hafa þau verið birt á Youtube. Nútíminn tók saman þau hrikalegustu.

 

1. Hulda sagði:

„Hvernig á að kenna þeim þetta? Er þetta sýnikennsla? Er þetta verkleg kennsla? Þarna á að sýna þeim eða kenna þeim eða káfa á þeim. Hver er meiningin? Út með þetta og inn með kristnifræðsluna.“

2. Halldóra sagði:

„Þetta er bara eins og barnaklám eða eitthvað? Þetta er ógeðslegt.“

3. Kristjana sagði:

„Ætla þeir að sýna hvernig þeir eðla sig? Ég myndi bara spyrja þessa 19 ára stelpu hvort hún ætli að gera það. Mér finnst að hún ætti að sýna hvernig hún og hennar lesbía myndu eðla sig fyrir framan börnin. Það er raunverulegt og þá ofbýður börnunum. Lögregla á að tala við þessa 19 ára stúlku. Eru þetta allt hommar þessi menn í Hafnarfirði? Myndi nokkur leyfa henni að þukla á börnunum? Ég er ekki lesbía, ég á átta börn og hef aldrei verið lesbía.“

4. Guðlaugur sagði:

„Ég ætla að fá að segja eins og einn maður sagði: Ef ég hitti hýran Hafnfirðing í Hellisgerði aftan og framan og allt í kring. Ég er á verði.“

5. Guðmundur fór með sömu vísu.

6. Nafnlaus sagði:

„Þeir mega vera einangraðir þarna suðurfrá. Ég vona að þeir komi ekki á Reykjavíkurflugvöllinn okkar. Við eigum að geta verið frjálsir eins og hommar og lesbíur. Við eigum ekki að þurfa að hlusta á svona helvítis vitleysu.“

7. Friðbjörg sagði:

„Ég hef séð aðfarir hjá lesbíum og það liggur við að maður gæti ælt. Þetta er bara klám. Mér finnst það viðbjóður. Ég hélt að það væri bara nóg að vera með Hjallarstefnuna hér í Hafnarfirði.“

 

Hér má hlusta á hlustendur Útvarps Sögu hringja inn og tjá sig um hinseginfræðslu.

https://youtu.be/442PHff-Sr0

 

Auglýsing

læk

Instagram