Skegg er „inn“ og rakstur er „út“

Félagarnir Þór og Óðin hafa sett á markað Vikingr skeggvörur en fyrstu vörurnar frá þessu nýja íslenska sprotafyrirtæki eru skeggolía og skeggvax. Þeir segja að skegg sé „inn“ og ætla að útrýma hvimleiðum skeggkláða sem hrjáir marga skeggsafnara.

Þór Hilmarsson, annar stofnenda Vikingr, segir þá félaga hafa viljað búa til skeggvörur sem víkingarnir hefðu sjálfir getað búið til á sínum tíma.

„Skegg er „inn“ og rakstur er „út““. Okkur langaði að búa til fyrsta flokks skeggsnyrtivörur sem jafnframt halda í hefðir Víkinga og Norðurlandanna.

Hann bætir við að þeir séu ekki að finna upp hjólið.

„Það er eitthvað af skeggsnyrtivörum á markaðinum og við höfum sjálfir notað margar þeirra í gegnum tíðina,“ segir hann.

„Hins vegar var ekki til nein vara sem byggði á skegghirðuhefðum norrænna manna — manna sem í meira en þúsund ár hafa látið sér vaxa skegg af nauðsyn, ekki bara vegna þess hvað það er flott. Við höfum nú bætt úr því.“

Vikingr skeggvörurnar innihalda eingöngu hráefni og aðferðir sem finnast á Norðurlöndunum. Vörurnar innihalda kaldpressaða repjuolíu frá Þorvaldseyri og framleiðslan er norður á Grenivík. Í vörunum má einnig finna ilmolíur á borð við furu, rósmarín og vallhumal.

Skeggkláði hrjáir marga skeggjaða menn en Þór og Óðinn telja sig hafa fundið lausn á þeim vanda.

„Skeggið er okkar eigin ull sem ver okkur gegn veðri og vindum og heldur á okkur hita,“ segir Óðinn Löve.

„Í staðinn þarfnast það viðhalds og mikið skegg kallar á mikla fitu frá húðinni sem þá er skilin eftir þurr og viðkvæm. Repjuolían er gríðarlega auðug af E-vítamíni og góðri fitu, og í bland við vallhumalinn nærir hún bæði húð og skegg svo kláði og óþægindi hverfa á braut.“

Vörurnar fást meðal annars í Haugkaup, Fríhöfninni og í netverslun Krabbameinsfélagsins. 100 krónur af hverri vöru renna til styrktarátaksins Mottumars í mars og af Vikingr vörum seldum í netverslun Krabbameinsfélagsins rennur allur ágóði til átaksins.

Auglýsing

læk

Instagram