Skemmdarvargur braust inn í fjölbýlishús í Skipholti og teiknaði tittlinga á veggi, hurðir og póstkassa

Íbúum í fjölbýlishúsi í Skipholti brá heldur betur í brún um helgina þegar skemmdarvargur hafði teiknað tittlinga á veggi sameignarinnar um nótt.

Lögregla var kölluð á staðinn en ekki er vitað hver var að verki. Eins og myndirnar hér fyrir neðan sýna var búið að teikna tittlinga á alla ganga, hurðir og gler í húsinu.

Byrjað er að reyna að þrífa veggina eftir skemmdarvarginn en mögulega þarf hreinlega að mála yfir tittlingana. Bergþóra Baldursdóttir, íbúi í húsinu, segist í samtali við Nútímann ekki getað annað en hlegið að þessu. „Við pöntuðum pizzu í gær og pizzasendillinn hafði mjög gaman af þessu,“ segir hún.

Andyrið leit ekki vel út eftir skemmdarvarginn

  

Skemmdarvargurinn „skreytti“ alla veggi

Svo virðist sem hann hafi þurft að koma skilaboðum á framfæri

Takið eftir hvernig skemmdarvargurinn vandar sig stöðugt minna eftir því sem hann teiknar á fleiri póstkassa

Auglýsing

læk

Instagram