Auglýsing

Skoða lausnir á of stuttum svefntíma Íslendinga – Klukkunni mögulega seinkað

Samkvæmt greinargerðinni „Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur“ sem hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins er nætursvefn Íslendinga almennt séð of stuttur. Forsætisráðuneytið skoðar nú lausnir á málinu og hefur sett fram þrjá valkosti til þess að bregðast við vandanum.

Sjá einnig: Fimm hlutir sem breytast ef klukkan verður leiðrétt

Í greinargerðinni segir að of stuttur svefntími geti verið heilsuspillandi og hafi áhrif á námsárangur og framleiðni í atvinnulífinu. Þetta sé sérstakt áhyggjuefni vegna barna og ungmenna. Skýringin sé líklega sú að klukkan sé ekki í samræmi við hnattræna legu landsins.

Almenningi, atvinnulífi og stjórnsýslu er boðið að taka þátt í samráði og leggja fram sín sjónarmið um stöðumat, framtíðarsýn og áhrif mögulegra breytinga. Í kjölfarið verður svo unnið úr ábendingum og stefna mótuð af hálfu stjórnvalda.

Eftirfarandi valkostir eru settir fram í greinargerðinni:

A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.
B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).
C. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing