Skólavörðustígur málaður í litum regnbogans

Hinseg­in dag­ar hefjast í Reykja­vík í dag. Eva María Þór­ar­ins­dótt­ir Lange formaður Hinseg­in daga og Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri settu hátíðina með opn­un ljós­mynda­sýn­ing­ar á Skóla­vörðustíg í hádeginu.

Skólavörðustígur var svo málaður í litum regnbogans en götu­mál­un­in var unn­in í sam­starfi við Um­hverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur­borg­ar og er hluti af verk­efn­inu „Sum­ar­göt­ur” í miðborg Reykja­vík­ur.

24 ljós­mynd­ir eru til sýnis en þær eru frá ýms­um viðburðum Hinseg­in daga síðasta ára­tug­inn. Mynd­irn­ar koma úr einka­safni Geirax en hann hef­ur myndað viðburði tengda hátíðinni um ára­bil.

Hinseg­in dag­ar í Reykja­vík eru í ár haldn­ir hátíðleg­ir í sautjánda sinn. Fjöl­breytn­in er í fyr­ir­rúmi en nærri 30 viðburðir standa gest­um til boða fram á sunnudag.

Hátíðin há­marki með Gleðigöngu Hinseg­in daga og Regn­boga­hátíð við Arn­ar­hól á laug­ar­dag­inn.

Loks hafa Hinsegin dagar opnað nýjan vef sem unnin var af Netheimi og Lúllabúð. Smelltu hér til að skoða vefinn.

Auglýsing

læk

Instagram