Snapparinn Enski sendir frá sér eigin vörulínu: „Er í raun orðlaus yfir því hvað þetta er flott“

Snapparinn vinsæli Viðar Skjóldal eða Enski (enskiboltinn) eins og hann kallar sig vinnur þessa dagana að því að hanna vörulínu í samstarfi við vin sinn Fannar P. Thomsen. Vörulínan mun innihalda varning merktan snapparanum geðþekka. Í línununni sem fer í sölu á föstudaginn má finna bolla, símahulstur og fatnað á bæði kyn.

Sjá einnig: Enski lætur þá sem drulla yfir sig á Twitter heyra það: „99 prósent fólks elskar mig“

Viðar segir Fannar eiga heiðurinn af hönnun línunnar. „Við Fannar höfum verið að vinna í þessu núna sveittir síðustu tvær vikur. Hann hefur setið við tölvuna og hannað allar vörurnar. Ég er í raun orðlaus yfir því hvað þetta er flott hjá honum,“ segir Enski léttur í samtali við Nútímann.

Vörurnar verða allar seldar á netinu en sýnishorn má sjá hér að neðan. „Vöruúrvalið verður mjög mikið og allar vörurnar munu skarta frösum sem ég er þekktur fyrir,“ segir Enski en þeir félagar ætla að láta 50 krónur af hverri seldri vöru renna til Barnaspítala Hringsins.

Það er mjög margt spennandi í gangi.

Hann segir þá félaga stefna hátt með fyrirtækið. „Stefnan er svo sett á að fara með þetta lengra og hanna aðra línu með vörum sem eru ekkert endilega tengdar mínu nafni. Mögulega fyrir HM í Rússlandi eða náttúru Íslands. Það væri þá vara sem höfðar til túrista.“

Hér að neðan má sjá brot úr vörulínunni

Auglýsing

læk

Instagram