Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins og Orka náttúrunnar fara hringveginn á rafmagnsbifhjólum

Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, og Orka náttúrunnar (ON) munu í tilefni 35 ára afmælis Snigla efna til hringferðar um Ísland á rafmagnsbifhjólum. Ferðin verður farin dagana 8.-15. ágúst á rafmagnsbifhjólum frá Electric Motorcycles og Energica. ON styður veglega við verkefnið í þeim tilgangi að stuðla að orkuskiptum í samgöngum en rafmagnsbifhjól henta vel þeim markmiðum.

Hringferð Snigla og ON hefst á Seyðisfirði 8. ágúst. Þá koma til landsins með Norrænu fulltrúar Electric Motorcycles og Energica með sex rafmagnsbifhjól. Fylgdarbíll í ferðinni er Tesla Model X. Energica framleiðir rafmagnsbifhjól sem eru á meðal öflugustu ökutækja heims, en notast þó ekki við koldíoxíðlosandi eldsneyti.

Áð verður á fjölmörgum stöðum um landið og verða rafmagnsbifhjólin til sýnis gestum og gangandi sem geta spurt hringfarana út í þessa áhugaverðu tækni og hvernig ferðalagið gengur fyrir sig. Hægt verður að fylgjast með framgangi ferðarinnar á „Rafmögnuð hringferð“ á Facebook og skoða myndir með myllumerkinu #rafmognudhringferd.

Í höfuðborginni verður blásið til málþings í höfuðstöðvum Orku náttúrunnar að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík og rafmagnsbifhjólin sýnd. Það verður mánudaginn 12. ágúst kl. 17:00-18:30. Þar munu Steinmar formaður Snigla, Marchel, Kristján Gíslason og fulltrúi frá ON fjalla um ýmsar hliðar orkuskipta í samgöngum.

Fyrir hönd Snigla fer formaður samtakanna, Steinmar Gunnarsson, fyrir hringreiðinni en með honum í för verða Marchel og Ingrid Bulthuis fyrir hönd Electric Motorcycles og Energica en jafnframt mun hinn þaulreyndi Kristján Gíslason hringfari slást með í för. Hann lauk fyrir ekki svo löngu hringferð um jörðina á mótorhjóli.

Auglýsing

læk

Instagram