Söngvari Static-X látinn

Wayne Static, söngvari þungarokkhljómsveitarinnar Static-X, er látinn. Hann var 48 ára gamall.

Static lést á laugardaginn samkvæmt Morgan Renken, sem starfaði með hljómsveit hans í 15 ár. Hún gaf ekki upp hvar hann lést eða hvernig andlát hans bar að garði. Static skilur eftir sig eiginkonu, Teru Wray.

Hljómsveitin Static-X var stofnuð árið 1994 en sló í gegn árið 1999 með plötunni Wisconsin Death Trip. Það var um það leyti sem nu-metal tónlistarstefnan naut gríðarlegra vinsælda með hljómsveitir á borð við Korn og Limp Bizkit í broddi fylkingar.

Hljómsvetin gaf út fimm plötur í viðbót en sú síðasta, Cult of Static, kom út árið 2009.

Lagið Cold var nokkuð vinsælt á sínum tíma:

 

Auglýsing

læk

Instagram