Staðarhaldarar á Orange Café upplifa mikið þakklæti eftir að þeir buðu einmanna sálum í mat á aðfangadagskvöld: „Ég bara táraðist“

Eins og við greindum frá fyrr í þessari viku ákváðu þeir Tómas Hilmar Ragnarz og Bergleif Joensen, eigendur veitingastaðarins Orange Café EspressoBar að bjóða þeim sem eru einir um jólin í mat aðfangadagskvöld. Þeir félagar hafa fengið mikil og falleg viðbrögð við uppátækinu. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Sjá einnig: Bjóða þeim sem eru einir á jólum í mat á aðfangadagskvöld: „Ætlun okkar er að bjóða upp á fallega hátíðarstund“

Bergleif mun standa vaktina á aðfangadagskvöld ásamt syni sínum Viktori en þeir feðgar eru nú þegar farnir að taka niður borðapantarnir, að því er fram kemur í Fréttablaðinu.

Þeir aðilar sem bókað hafa borð á staðnum hafa verið afar þakklátir. „Ég var bara í ræktinni í gær þegar ég svaraði símanum og spjallaði við mann sem sagði mér að hann væri búinn að vera einn á jólunum í einhver tíu, fimmtán ár. Hann á enga fjölskyldu og var bara með kökkinn í hálsinum, svo ótrúlega þakklátur fyrir þetta,“ sagði Viktor í samtali við Fréttablaðið.

Ég bara táraðist í ræktinni og lét bara gossa í World Class þegar ég áttaði mig á því hversu mörgum líður svona og hafa verið aleinir lengi

Enn eru laus borð og hvetur Viktor alla sem á þurfa að halda til að hafa samband og bóka sæti. Þeir feðgar taka á móti borðapöntunum í síma 771 9877 og 662 3306.

Auglýsing

læk

Instagram