Stærðfræðitrix slær í gegn á Twitter

Auglýsing

Gagnleg stærðfræðiregla sem „stærðfræðisnillingurinn“ Ben Stephens tísti um í byrjun mánaðarins hefur vakið mikla lukku á Twitter. Reglan einfaldar prósentureikning í huganum verulega.

Á vef IFL Science er fjallað um tístið og viðbrögðin við því, en margir spyrja sig hvers vegna þeim var ekki kennt þetta í grunnskóla, á meðan aðrir benda á að margir hafi einfaldlega ekki verið að hlusta í stærðfræðitímum í gamla daga og það sé vandamálið.

Reglan virkar þannig að x% af y = y% af x. Með öðrum orðum, þú getur til dæmis komist að því hvað eru 4 prósent af 75 ansi hratt með hugarreikningi ef þú snýrð dæminu við og reiknar 75 prósent af 4, sem er miklu einfaldara.

Auglýsing

Ben fylgdi tístinu eftir með fleiri dæmum.

Hann tók líka vel á þeim sem voru pirraðir á að þetta væri ekki á allra vitorði.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram