Stærsta íþróttastöð í heimi fylgist með leið Íslands á HM: „Þetta er ævintýri heimsmeistaramótsins“

Nútíminn var á Ölveri á föstudag þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. Eins og alþjóð veit mætir Ísland Argentínu, Nígeríu og Króatíu í riðlinum en rapparinn Erpur Eyvindarson er hvergi banginn, allavega miðað við myndbandið sem þú getur horft á hér fyrir ofan.

Hann Rögnvaldur, fiskurinn á Snapchat, mætti á staðinn og hitti meðal annars Martin Ainstein, fréttamann íþróttastöðvarinnar ESPN, sem er sú stærsta í heimi. „Þetta er ævintýri heimsmeistaramótsins,“ sagði hann um þátttöku Íslands á HM.

Þetta er besta saga mótsins. Svo lítið land að ná ótrúlegum árangri. Tenging liðsins og aðdáendanna er einstakt. Sagan er einstök.

Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram