Stefán Karl sækir um lóð fyrir grænmetisgámaþorp í Hafnarfirði

Sprotafyrirtækið Spretta, í eigu Stefáns Karls Stefánssonar leikara, óskaði í byrjun þessa mánaðar eftir lóð við Strandgötu í Hafnarfirði undir gámaþorp. Þar hyggst Stefán ásamt samstarfskonu sinni, Soffíu Steingrímsdóttir rækta sprettur og salat. Það er Vísir.is sem greinir frá þessu.

Um er að ræða lóðina milli „gamla Slipphússins“ og „gamla Íshússins.“ Í bréfi sem þau Stefán og Soffía sendu Hafnarfjarðarhöfn bréf þann 7. nóvember kemur fram að vandlega yrði gætt að útliti og aðkomu gámaþorpsins og að frágangur lóðarinnar í fullri samvinnu við yfirvöld.

Erindið var tekið fyrir á fundi hafnarstjórnar síðasta föstudag og Lúðvík Geirssyni hafnarstjóra falið að ræða við Stefán og Soffíu.

Auglýsing

læk

Instagram