Stefán Máni getur ekki séð klám án þess að sjá ofbeldi: „Klám er orðið svo mikið ógeð“

Klám er versta fræðsla sem hægt er að fá. Þetta segir rithöfundurinn Stefán Máni í viðtali við Stundina.

Hann segir að klám hafi haft slæm áhrif á sig þegar hann var unglingur. „Af því að þar voru konur kynlífsleikföng sem gerðu allt sem þær voru beðnar um að gera, alltaf hressar og graðar. Gaurarnir voru með risatyppi og geðveikt úthald, með tvær og þrjár í einu. Þetta fokkaði mér alveg upp,“ segir Stefán Máni á vef Stundarinnar.

Stefán sendi nýlega frá sér Nautið, sem er 16. bókin hans. Hann segir á Stundinni að klám sé skemmandi. „Í dag hafa unglingar aðgang að netinu og geta alltaf fengið allt á örskotsstundu,“ segir hann.

Á sama tíma er klám orðið svo mainstream að það hefur áhrif á hegðun, tísku og menningu. Það er sorglegt og niðurdrepandi, ekki síst vegna þess að klám er orðið svo mikið ógeð. Það er rosalegt ofbeldi. Ég get ekki séð klám án þess að sjá ofbeldi.

Hann segir á Stundinni að það blasi við að stelpurnar vilja þetta ekki. „Þær láta sig bara hafa það því þær vantar pening, eru þvingaðar í þetta eða í djúpum skít,“ segir hann.

„Ég kaupi engar fantasíur í kringum þetta. Sá sem getur horft á klám án þess að sjá óttann, sársaukann og niðurlæginguna er alveg vankaður. Ég sé bara ofbeldi.“

Stefán segir í viðtalinu að hann hati sögur af því þegar strákar umgangist stelpur sem dót og þær láta sig hafa það.

„Af þessu sprettur nauðgunarmenning, þar sem sumir karlar eru orðnir svo brenglaðir af þessum fantasíum að þeir sjá ekki lengur mörkin og nauðga af því að þeir halda að það sé kynlíf að taka valdið af manneskjunni og gera það sem þú vilt, eða þeim finnst það í lagi. Ákveðnir karlar þróa með sér þá hugsun að konur séu gæsir sem má skjóta. Að þær séu eitthvað sem má veiða, pína og drepa.“

Auglýsing

læk

Instagram