Stefnt á að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum á annan í jólum þrátt fyrir að ekki sé mikill snjór

Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum í næstu viku, eða á annan dag jóla.

Snjór féll á höfuðborgarsvæðinu í nótt og þar sem spáð er kólnandi veðri þegar líður á vikuna má gera ráð fyrir að snjóinn taki ekki upp.

mbl.is greinir frá.

Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir í samtali við mbl.is að einhverjar lyftur yrðu opnaðar í næstu viku. Næstu dagar fara í að undirbúa opnunina.

Ekki er mikill snjór í fjallinu en stefnt er að opnun, jafnvel þó að það verði aðeins hægt að nota eina lyftu.

Skíðasvæðið í Tindastóli er opið í dag og á morgun.

Auglýsing

læk

Instagram