Strákarnir kvaddir í Leifstöð: Vegabréfið hans Heimis fór upp á Skaga en keilan var á sínum stað

Fótboltalandsliðið hélt til Rússlands í morgun en smávægilegar tafir urðu á fluginu vegna mistaka Heimis landsliðsþjálfara. Hann setti farangurstösku sína í vitlausa rútu sem fór síðan á Akranes.

Þetta kemur fram á vef RÚV en í viðtali segist Heimir hafa sett töskuna sína með vegabréfinu og öllu tilheyrandi í vitlausa rútu sem fór síðan upp á Akranes en ekki út á Keflavíkurflugvöll.

„Eigum við ekki að segja bara að fall sé fararheill, þetta er allavega góður brandari fyrir Sigga Dúllu og félaga,“ sagði Heimir léttur í lund í Leifstöð.

Það var vel tekið á móti liðinu í Leifstöð í morgun

Keilan fræga frá EM var sett í sparibúninginn enda um tímamót að ræða í íslenskri íþróttasögu

Hér má sjá keiluna frá EM til samanburðar

Og svo ein mynd án keilunnar

Auglýsing

læk

Instagram