Stuðningur við ríkisstjórnina jókst í maí

Stuðningur við ríkisstjórnina jókst í maí mánuði en hún mælist nú með 45,5 prósent stuðning samanborið við 40,9 prósent í fyrri hluta maí. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.

Samkvæmt könnuninni stendur fylgi Sjálfstæðisflokksins nærri óbreytt og mælist nú 21,5 prósent. Vinstri græn mældust með 14,1 prósent fylgi undir lok mánaðarins en það er tæp tveggja prósentustiga aukning frá síðustu könnun. Píratar bættu við sig rúmlega fjórum prósentustigum í mánuðinum en Samfylkingin dalaði um tæpt eitt og hálft prósent.

Hér má sjá niðurstöður könnunar MMR:

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 14,1% og mældist 12,2% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 14,0% og mældist 9,8% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 12,5% og mældist 13,9% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 10,8% og mældist 11,8% í síðustu könnnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 9,7% og mældist 11,6% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 8,3% og mældist 8,4% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,2% og mældist 6,4% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 3,4% og mældist 3,2% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 1,6% samanlagt.

Auglýsing

læk

Instagram