Stúlkur féllu í yfirlið í Kórnum þegar Justin Bieber opnaði hjarta sitt upp á gátt

Justin Bieber var tilfinningaríkur á sviðinu í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Hann talaði talsvert meira við áhorfendur í kvöld en á tónleikunum í gærkvöldi og stúlkur féllu í yfirlið þegar söngvarinn opnaði hjarta sitt upp á gátt.

Sjá einnig: Þetta er uppáhalds augnablikið okkar úr fjölmiðlum eftir að Justin Bieber kom til landsins

Talið er að um 38 þúsund manns hafi séð Bieber á tónleikunum í Kópavogi í vikunni. Hann heldur næst til Þýskalands og kemur fram í Berlín á miðvikudag.

Á tónleikunum í kvöld sagði Justin einlægur að lífið væri erfitt og að þótt margir telji að hann eigi allt til alls, þá gerir hann líka mistök og glími við erfiðleika.

Áður en hann flutti lagið Life is Worth Living spurði hann áhorfendur hvort þeir þekktu einhvern sem hefði hugsað um enda líf sitt og að lífið væri þess virði að lifa því. Þá sagðist hann oft heyra að hann væri ekki nógu góður og að hann ætlaði að afsanna það. Loks kætti hann áhorfendur með því að segja að Ísland væri einn af uppáhaldsstöðunum hans í heiminum.

Í lok tónleikanna faðmaði hann alla á sviðinu og fagnaði vel. Heimildir Nútímans herma að liðið hafi yfir fjölmargar stúlkur á tónleikunum og fengu þær aðhlynningu frá starfsfólki Senu.

Auglýsing

læk

Instagram