Sushisamba heitir nú Sushi Social: „Ekki örvænta, það er ekkert annað að breytast“

Veitingastaðurinn Sushisamba hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Sushi Social.

Samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll á síðasta ári má staðurinn ekki lengur heita Sushisamba.

Eigendur alþjóðlegu keðjunnar Samba LLC stefndu veitingastaðnum þar sem þeir töldu sig eiga einkarétt á nafninu Sushisamba.

Á Facebook-síðu staðarins segir að nýja nafnið vísi bæði í „djúsí sushi-ið“ sem staðurinn er þekktur fyrir og líka í „stemninguna, tengslin og það frábæra samfélag sem er staðurinn, gestirnir og að njóta og hafa gaman saman.“

Á næstu dögum verður nafninu breytt á heimasíðunni og inni á staðnum.

„En ekki örvænta, það er ekkert annað að breytast,“ segir í Facebook-færslunni.

Auglýsing

læk

Instagram