Sveinbjörg gagnrýnir styrk til Airwaves: „Virkar eins verið sé að styrkja mág eins borgarfulltrúans“

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, telur eðlilegt að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu styrki Iceland Airwaves, ekki bara Reykjavík.

Sjá einnig: Ég hefði átt að Gúggla betur …Gerði það ekki!

Hún segir styrkveiting borgarinnar upp á níu milljónir virka eins og „verið sé að styrkja mág eins borgarfulltrúans“. Þetta segir Sveinbjörg á Facebook-síðu sinni.

Ekki er séð hverjar tekjurnar eru af þessu í Reykjavíkurborg, virkar nú bara þannig að verið sé að styrkja mág eins borgarfulltrúarns, þetta verkefni hefur ekki skort stuðningsaðila.

Skúli Helgason borgarfulltrúi er bróðir Helgu Völu Helgadóttur, eiginkonu Gríms Atlasonar, framkvæmdastjóra Iceland Airwaves.

Skúli var kjörinn í borgarstjórn á síðasta ári en Reykjavíkurborg hefur stutt Iceland Airwaves frá árinu 2000 og nam stuðningurinn fram til ársins 2014 alls 77,5 milljónum króna

Sveinbjörg veltir fyrir sér hvort það sé eðlilegt að Reykjavík styrki hátíðina ein og bendir á að virðisaukaskattur af sölu á veitingum og þjónustu renni til ríkisins.

„Arður, ef einhver er, rennur líka til ríkisins í formi fjármagnstekjuskatts,“ segir hún.

Arnþór Jóhann Jónsson skilaði á síðasta ári lokaverkefni í viðskiptafræði um áhrif Iceland Airwaves á fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að Iceland Airwaves hefur bæði jákvæð félagsleg- og efnahagsleg áhrif á höfuðborgina.

„Veltan sem hátíðin skilar borginni hefur áhrif á rekstur ýmssa fyrirtækja í miðborg Reykjavíkur en í rannsókn sem framkvæmd var árið 2012 af ÚTON (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) kom í ljós að velta erlendra gesta hátíðarinnar var u.þ.b. 802 milljónir króna,“ segir í niðurstöðum.

„Í rannsókninni kom m.a. í ljós að þær verslanir sem reyna að ná til erlendra gesta hátíðarinnar finna meira fyrir áhrifum frá þeim heldur en verslanir sem ekkert gera til að kynna sig fyrir erlendu gestunum.

Hátíðin kynnir Ísland ekki einungis sem náttúruperlu og útivistarsvæði heldur einnig sem tónlistar- og menningarborg, þannig styrkir hátíðin orðspor og ímynd landsins.“

Auglýsing

læk

Instagram