„Svindlarar“ nafngreindir á Facebook

„Endilega sendið okkur upp upplýsingar um fólk sem stundar svindl. En engan fíflaskap þar sem þetta er alvarlegt mál og viljum við halda uppi trúverðuleika.“

Svona hljóma skilaboð frá stjórnanda Facebook-síðunnar Svindlarar á Íslandi. Fleiri en 9.000 manns hafa lækað síðuna, þegar þetta er skrifað. Í lýsingu á síðunni kemur fram að fólk geti deilt upplýsingum um varasamt fólk í viðskiptum í netheimum og annars staðar.

Að minnsta kosti fimm einstaklingar hafa þegar verið nafngreindir á síðunni. Í færslu á síðunni kemur fram að það sé allt fólk sem hafi verið ákært fyrir að hafa af fólki fé í gegnum netið.

Í öðrum skilaboðum á síðunni kemur fram að stjórnendur hennar hafi fengið fengið gríðarlega margar ábendinar frá fólki sem hefur verið svikið í viðskiptum — aðallega í gegnum netið:

Erum að skoða þetta og munum ekki birta neitt nema vera búin að ganga eins vel úr skugga og hægt er að ekki sé um eitthvert „djók“ að ræða enda alvarlegt mál. Ef þessi síða verður til þess að einhver sleppi undan klóm þessara einstaklinga er takmarkinu náð. Þó að verði bara einn einstaklingur!

Auglýsing

læk

Instagram