Þau sem vonast eftir hvítum jólum fá ósk sína líklega uppfyllta, blæs og snjóar í kvöld og í nótt

Það blæs og snjóar um mestallt land í kvöld og nótt. Á morgun er hins vegar búist við köldu og skaplegu veðri með élljum á víð og dreif.

Það verður víða nokkur vindur síðdegis í dag og úrkoma.

 

Sumir gætu þurft að skafa bílinn í fyrramálið.
Sumir gætu þurft að skafa bílinn í fyrramálið.

Frá fimmtudegi og fram á jóladag er áfram spáð köldu lofti yfir landinu svo snjó mun ekki taka upp og er því líklegt að víða verði hvít jól.

Ekki liggur enn fyrir hversu mikið mun bæta í snjóinn fram að jólum.

Þetta kemur fram hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Auglýsing

læk

Instagram