Auglýsing

Þingmenn Miðflokksins töluðu með niðrandi hætti um íslenskar stjórnmálakonur á leynilegum upptökum

Í gærkvöldi fjölluðu Stundin og DV um upptökur þar sem þingmenn Miðflokksins heyrast tala með niðrandi hætti um kvenkyns stjórnmálamenn í samtölum sín á milli. Í umfjöllun miðlana eru birtar endursagnir úr samtölunum.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, Gunnar Bragi Sveins­son, Berg­þór Óla­son og Anna Kol­brún Árna­dóttir,  eru sögð ræða málin á Klaustri Bar 20. nóvember síðastliðinn ásamt Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni þingmönnum Flokks fólksins.

Í upptökunum má meðal annars heyra Bergþór tala um að ónefnd þingkona Sjálfstæðisflokksins sé miklu minna „hot“ í ár en fyrir tveimur árum síðan. „Og á þeim forsendum segi ég að hún hrynji niður listann,“ segir Sigmundur Davíð þá.

Þá kallaði Bergþór Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, húrrandi klikkaða kuntu, þegar hann reyndi að sannfæra Karl Gauta og Ólaf að yfirgefa Flokk fólksins og ganga í Miðflokkinn.

Í upptökunni er Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kölluð „cunt“, Anna Kolbrún segir að stelpur séu að meirihlutanum talnablindar og Gunnar Bragi spyr hvort það sé þess vegna sem þær viti ekki hjá hvað mörgum þær sofa hjá, Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingkona Sjálfstæðisflokksins, er kölluð kræf kerfiskerling og Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar kölluð apaköttur.

„Oddný er ekkert ágæt, hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, hún kann ekki neitt, hún getur ekki neitt,“ sagði Gunnar Bragi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing