Þorvaldur Davíð hvetur stjórnvöld til dáða

Undirritaður vonast til þess að þessi niðurskurður boði ekki ófögur fyrirheit þegar kemur að grunnframfærslu námsmanna erlendis almennt. Það er nógu erfitt að stíga skrefið og halda einn síns liðs út í óvissuna og nema í fjarlægu landi. Við skulum ekki letja fólk til náms heldur hvetja það!

Svona endar grein sem leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson birtir í Fréttablaðinu í dag.

Þorvaldur er formaður SÍNE, sem er Samband íslenskra námsmanna erlendis. Tilgangur SÍNE er að standa vörð um réttindi og lánakjör íslenskra námsmanna í útlöndum og þá meðal annars í gegnum fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN, þar sem SÍNE af fjórum fulltrúum námsmannahreyfingarinnar en stjórnvöld eiga fjóra fulltrúa. „Fulltrúar stjórnvalda fara því með meirihluta atkvæða í stjórninni og geta þar af leiðandi ráðið úrslitum í öllum ákvörðunum sem stjórn LÍN tekur,“ segir Þorvaldur

Síðastliðið vor tók meirihluti stjórnar LÍN ákvörðun um það að skera flatt niður grunnframfærslu til námsmanna erlendis um 10%. Þessi skjóti niðurskurður kom sér afar illa fyrir marga námsmenn erlendis og fékk SÍNE fjöldann allan af erindum og fyrirspurnum frá námsmönnum sem lýstu yfir furðu sinni vegna þessarar ákvörðunar og þá sérstaklega hversu skyndilega hún kom til og þá án allra viðvarana.

Þorvaldur segir að eitt af mikilvægari verkefnum stjórnvalda sé að tryggja það að Íslendingar geti sótt sér menntun. „Við eigum að búa í samfélagi þar sem allir geta menntað sig burt séð frá efnahagslegri stöðu einstaklingsins sjálfs eða foreldra hans.“

Smelltu hér til að lesa alla greinina í vefútgáfu Fréttablaðsins.

 

 

Auglýsing

læk

Instagram