„Þurfum að fara að kynna okkur hvernig þessar arðgreiðslur virka“

Baggalútur ehf. skilaði 4,7 milljóna króna hagnaði í fyrra. Miðasala á tónleika hlljómsveitarinnar rúmum 52 milljónum króna en jólavertíðin er um 90 af tónleikaveltunni. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Þúsundþjalasmiðurinn Bragi Valdimar Skúlason er framkvæmdastjóri fyrirtækisins semu rekur heimasíðuna og heldur utan um tónleikahald og plötuútgáfu hópsins. Reksturinn gengur vel samkvæmt ársreikningum og tæplega 10 milljóna hagnaður var á rekstrinum árin 2012 og 2013.

Félagarnir í Baggalúti hafa þó aldrei greitt sér út arð, samkvæmt Fréttablaðinu:

Við erum ekki alveg orðnir nógu klárir í því og þurfum að fara að kynna okkur hvernig þessar arðgreiðslur virka. Við segjum bara að við séum að safna okkur fyrir okkar eigin tónlistarhúsi eða nýjum höfuðstöðvum.

Uppselt er á alla þrettán jólatónleikana sem hljómsveitin hyggst halda á þessu ári.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Instagram