„Tinder-væðing“ NBA-deildarinnar skilar sér í betri frammistöðu leikmanna á útivelli

Notkun á samfélagsmiðlum á borð við Tinder og Instagram er að skila sér í betri frammistöðu leikmanna í NBA-deildinni í útileikjum. Hvernig þá? Í staðinn fyrir að fara á djammið í eyða tíma í leit að bólfélaga komast þeir í beint samband við fólk á samfélagsmiðlum sem er til í tuskið.

Þetta kemur fram í tímariti ESPN. Blaðamaðurinn Tom Haberstroh hefur eftir framkvæmdastjóra og fyrrverandi leikmanni í NBA-deildinni að frammistaða leikmanna í útileikjum hafi batnað, að hluta til vegna notkunar á stefnumótaöppum og samfélagsmiðlum.

„Menn þurfa ekki lengur að fara á djammið,“ segir framkvæmdastjórinn sem vill ekki láta nafns síns getið og kallar þetta „Tinder-væðingu“ NBA-deildarinnar.

Haberstroh hefur eftir fyrrverandi leikmanni, sem tók meðal annars þátt í stjörnuleikjum á meðan hann lék í deildinni, að leikmenn noti Instagram frekar en Tinder. Hann er sammála því að miðlarnir hafi einfaldað líf leikmanna svo mikið að frammistaða þeirra á vellinum sé að batna.

„Það er hárrétt að menn eru að ná að sofa tveimur klukkustundum lengur eftir kynlíf á keppnisferðalögum en fyrir 15 árum síðan,“ segir hann.

Þeir þurfa ekki að fara djammið. Og þurfa ekki að grípa eitthvað að borða áður en þeir fara á hótelið.

Blaðamaður bætir við að leiguflug hafi einnig spilað inn í en áður flugu liðin á milli borga í áætlunarflugi. Þá segir hann að leikmenn í NBA-deildinni í dag sofi meira og djammi minna en áður. Þá kæra leikmenn sig ekki um að vera myndaðir á djamminu sem hefur, samkvæmt frétt Haberstroh, hrakið þá á samfélagsmiðla.

Auglýsing

læk

Instagram