Tökulið Game of Thrones mætt til landsins til að taka upp sjöundu seríuna

Tökulið bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Game of Thrones er komið til Íslands til að taka upp hluta af sjöundu þáttaröðinni.

RÚV greinir frá.

Nútíminn greindi frá því í júlí á síðasta ári að tökuliðið væri væntanlegt í janúar. Heimildir Nútímans herma að tökurnar innihaldi sex stóra karaktera úr Game of Thrones

Í frétt RÚV segir að reiknað sé með því að tökuliðið verði að störfum hér á landi fram í febrúar.

Reiknað er með því að sýningar á þáttunum hefjist síðar á þessu ári.

Vitnað er í frétt á vef Independent en þar segir að ferðamaður hafi óvænt rekist á Kit Harrington, sem fer með hlutverk Jon Snow, hér á landi.

https://twitter.com/_natorious/status/818876906821062657?ref_src=twsrc%5Etfw

Auglýsing

læk

Instagram