Tólf þjóðþekktir einstaklingar sem fá á baukinn frá Dóra DNA og Sögu Garðars í Hörpu

Fjölmargir þjóðþekktir skemmtikraftar, minnihlutahópar og stjórnmálamenn fá á baukinn í sýningunni Þetta er grín, án djóks sem verður sýnd í Hörpu á laugardaginn. Saga Garðasdóttir og Dóri DNA eru höfundar og aðalleikarar sýningarinnar sem hefur verið sýnd fyrir fullu húsi í Hofi á Akureyri í haust.

Þau birta óskalista yfir gesti sem þau vilja fá á sýninguna í Fréttablaðinu í dag en á honum má meðal annars finna Loga Bergmann, Kára Stefáns og Hönnu Birnu. Tólf einstaklinga af listanum má sjá hér fyrir neðan.

Saga Garðarsdóttir segir í Fréttablaðinu í dag að fólk verði að gera sér grein fyrir því að það felist kraftur í því að láta gera grín að sér. „Í því felst oft viðurkenning að aðrir telja þig þola grínið. Það er ekki verið að koma fram við þig eins og aumingja,“ segir hún.

Ég er á þeirri skoðun að það megi gera grín að öllu, svo lengi sem þú getur tekið afleiðingum grínsins. Ef þú vilt vera fávitinn sem segir smekklausan brandara á kostnað einhvers sem ekki getur varið sig, þá er það bara þitt mál. Þá verður þú líka að geta tekið afleiðingunum; dómi samfélagsins.

Saga segir í Fréttablaðinu að grín geri verið valdeflandi. „Það getur verið hjálparhönd, það getur líka verið þung sleggja og bara þakklátt bull. Allt eftir aðstæðum.“

En hér má sjá hluta af óskalistanum, yfir fólk sem verður gert grín að í Hörpu á laugardaginn, úr Fréttablaðinu í dag.

 

12. Brynjar Níelsson

11. Freyja Haraldsdóttir

10. Helga Braga

9. Megas

8. Össur Skarphéðinsson

XZ1807319

7. Katrin Jakobs

6. Logi Bergmann

5. Bubbi Morthens

4. Leoncie

upgpi

3. Gillzenegger

2. Kári Stefánsson

1. Hanna Birna

Hér má heyra auglýsingu fyrir sýninguna þar sem Hanna Birna er ávörpuð.

Auglýsing

læk

Instagram