Tónleikum rapparans Future í Laugardalshöll aflýst

Tónleikum rapparans Future hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á mbl.is.

Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, segir í samtali við mbl.is að tónleikarnir hefðu líklega verið haldnir ef miðasalan hefði verið frábær. Í frétt mbl.is kemur fram að um sameiginlega ákvörðun Senu Live og umboðsmanns Future sé að ræða.

Tónleikarnir áttu að fara fram í Laugardalshöll sunnudaginn 8. október og Emmsjé Gauti og Aron Can áttu að hita upp. Future hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Drake, The Weeknd og Rihönnu.

Hann á mörg vinsælustu lög heims í dag og má þar nefna „Selfish“, „Move That Dope“, „Turn on the Lights“, „Jumpman“ og „Mask Off“.

Auglýsing

læk

Instagram