Tony Hawk hvetur fólk til að heimsækja Ísland

Tony Hawk, frægasti hjólabrettakappi heims, er staddur hér á landi. Hann leit óvænt við í húsakynni Brettafélags Hafnarfjarðar í gær og gaf sér tíma til að spjalla við unga aðdáendur sína. Þá hefur hann ferðast um landið og er meðal annars búinn að skoða Jökulsárlón.

Hawk er með hátt í fjórar milljónir fylgjenda á Twitter. Hann hvatti þennan hóp rétt í þessu til að heimsækja Ísland og birti mynd af norðurljósum sem hann sá í gær.

Það mætti segja að Tony Hawk sé fyrir hjólabrettaíþróttina það sem Michael Jordan er fyrir körfubolta. Hann er goðsögn í sportinu og dýrkaður og dáður um allan heim.

Ásamt því að hafa fylgst með kappanum leika listir sínar á brettinu í gegnum tíðina hafa aðdáendur hans spila vinsæla tölvuleika sem heita í höfuðið á honum.

Auglýsing

læk

Instagram