Topshop selur töskurnar frá Hedi Jónsdóttur

Hedi Jónsdóttir er að gera góða hluti í Lundúnum með tískumerki sitt; Daughter of Jon. Topshop hóf nýlega að selja vörur úr nýrri línu hennar.

 

Topshop við Oxford Circus í Lundúnum hóf nýlega sölu á töskum annarri hönnun úr línunni ss15 frá tískumerkinu Daughter of Jon. Merkið er hugarfóstur hönnuðarins Hedi Jónsdóttur og notar hún íslenskt fiskroð í hönnun sinni.

„Að vera í Topshop er stórt skref fyrir okkur,“ segir hún í fréttabréfi sínu. Eins og er eru vörurnar aðeins fáanlegar í Topshop. Hedi var í viðtali í Fréttablaðinu sumarið 2013. Þar útskýrði hún hvers vegna hún notar roð í hönnun sína.

Mér finnst efnið bæði fallegt og svo er einnig þægilegt að vinna með það. Roðið vekur mikla athygli hérna úti og það sýnir líka hvar ræturnar mínar liggja

Hedi stundaði nám í fatahönnun og klæðskeraiðn í Vínarborg og starfaði meðal annars sem búningahönnuður þar í landi að náminu loknu. Hún flutti svo til Barcelona þar sem hún starfaði sem stílisti og vann meðal annars mikið fyrir tískumerkið Custo Barcelona.

Auglýsing

læk

Instagram