Transgender segir KFC hafa hafnað sér vegna útlits

Jó­hanna Erna Guðrún­ar­dótt­ir, 18 ára trans­g­end­er, segist hvergi fá vinnu vegna útlits síns. Umsókn hennar á KFC var hafnað eftir að hún sendi skyndbitakeðjunni mynd af sér. Þetta kemur fram á mbl.is.

Jóhanna segist hiklaust finna fyrir fordómum í sinn garð en reynir að láta það ekki á sig fá. Hún segist í viðtali á mbl.is hvergi fá vinnu vegna útlits síns:

Sem dæmi að nefna þá sótti ég um á KFC fyr­ir ekki svo löngu. Þau höfðu aug­lýst eft­ir starfs­fólki og ég sæki um. Ég sendi þeim fer­ils­skrá og það virt­ist allt stefna í að ég fengi vinnu. Því næst var ég beðin um að senda mynd af mér, sem og ég gerði. Ég fæ þá svar til baka um að þau haldi að ég hafi sent vit­lausa mynd. Ég svara því neit­andi og þá fæ ég þau svör að það vanti ekk­ert starfs­fólk.

Stutt er síðan Jó­hanna steig fram sem trans­g­end­er. Henni fannst þungu fargi af sér létt, samkvæmt mbl.is.

„Það er til­tölu­lega stutt síðan ég op­in­beraði þetta og líf mitt hef­ur um­turn­ast á frá­bær­an hátt síðan þá.“

Auglýsing

læk

Instagram