Trump sagður hafa pungað út 13 milljónum fyrir þögn fyrrverandi klámstjörnu

Lögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, samdi um greiðslu upp á 130 þúsund dali, um 13 milljónir króna, til fyrrverandi klámstjörnu mánuði fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Peningarnir áttu að sjá til þess að hún myndi ekki ræða opinberlega um að hafa stundað kynlíf með Trump. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Wall Street Journal vitnar í nafnlausa heimildarmenn sem þekkja til samningsins. Í fréttinni kemur fram að lögmaðurinn Michael Cohen hafi samið við Stormy Daniels en hún og Trump eiga að hafa stundað kynlíf í júlí 2006 eftir golfmót fyrir frægt fólk í Nevada í Bandaríkjunum.

Spurður út í málið sagði Michael Cohen að Trump neiti að nokkuð slíkt hafi átt sér stað.

Auglýsing

læk

Instagram