Twitter um hátíðarþingfundinn og Piu: „Ég ætla ekki að mæta á bjórkvöldið á Hendrix í kvöld ef Pia Kjærsgaard er að spila”

Hátíðarþingfundur Alþingis á Þingvöllum í gær og heimsókn Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, á fundinn hafa verið mikið í umræðunni undanfarin sólarhring.

Margir eru mótfallnir því að Pia hafi verið fenginn til að ávarpa þjóðina á slíkum merkisdegi. Þingflokkur Pírata sniðgekk fundinn og þá gekk Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, af fundinum þegar að Pia tók til máls.

Sjá einnig: Pia ánægð með heimsóknina til Íslands

Bjarni Benediktsson og Steingrímur J. Sigfússon hafa varið þá ákvörðun að fá Piu til þess að flytja ávarp á fundinum. Steingrímur segir að Pia hafi verið fengin í nafni embættis síns en ekki skoðana en Pia er þekkt fyrir baráttu gegn fjölmenningu og innflytjendum. Pia sjálf gaf lítið fyrir mótmælin og sagði þau vera bæði skammarleg og óréttmæt.

Sjá einnig: Logi ekki sáttur með Piu: „Þykir það miður að einn helsti talsmaður sundurlyndis og útlendingahaturs í Evrópu fái pláss”

Lífleg umræða hefur sprottið upp á samfélagsmiðlinum Twitter um fundinn og Piu og að sjálfsögðu tókum við saman allt það helsta fyrir ykkur.

https://twitter.com/DNADORI/status/1019917188835303426

Auglýsing

læk

Instagram