Útiloka ekki að árás á DV.is: „Það eru einhverjar vísbendingar“

Uppfært kl. 16.15: Vefurinn er kominn upp á ný.

Vefurinn DV.is hefur legið niðri frá því snemma í gær. Eggert Skúlason, annar ritstjóra DV, segir að ekkert sé hægt að útiloka í sambandi við orsakir bilunarinnar.

„Við erum með séfræðinga í vinnu við að greina. Þetta virðist vera snúið,“ segir Eggert í samtali við Nútímann.

Spurður hvort árás hafi verið gerð á vefinn segist Eggert ekki útiloka neitt.

Ég held að menn á þessum tímapunkti útiloki ekki neitt. Við erum með öfluga menn í þessu og það eru einhverjar vísbendingar. Menn voru að í alla nótt og tóku stutta kríu í morgun og héldu svo áfram.

Eggert tekur fram að blaðamenn DV sitji ekki auðum höndum og framleiði eins og vindurinn.

„Þannig að það verður gallerí þegar við komust aftur í loftið,“ segir hann léttur miðað við aðstæður.

 

Auglýsing

læk

Instagram