Venni grínast með froðuímynd fasteignasala

„Þegar fólk ræður mig í vinnu vil ég get verið ég sjálfur og ég held að þessi myndbönd gefi fólki ágætis hugmynd um mig sem manneskju — ég hef gaman af að finna skondnu hliðarnar á málunum,“ segir fasteignasalinn, júdókappinn og grínistinn Vernharð Þorleifsson, Venni.

Venni starfar sem fasteignasali hjá Re/Max og hefur undanfarið birt grínmyndbönd á Facebook-síðu sinni. Myndböndin hafa hitt í mark en í þeim sýnir hann spaugilegar hliðar á starfi fasteignasalans.

Hann segir ástæðuna fyrir því að hann fór þessa leið vera einfalda, hann langar að gera skemmtilega hluti í lífinu:

Ég er í góðri vinnu en það að skapa sér frelsi til að sameina hana öðru áhugamáli er gríðarlegur kostur. Á meðan ég er að gera grín að sjálfum mér en ekki á kostnað annarra þá held ég, eða vona að minnsta kosti að, þetta sigli lygnan sjó. Ég held líka að það sé ágætt fyrir þessa starfsstétt að innanbúðarmaður geti gert grín að froðuímyndinni sem hefur svolítið loðað hana.

Venni segir að myndböndin skili árangri þar sem þau hafi verið skoðuð rúmlega 30 þúsund sinnum.

„Svo er bara spurning hvernig ég vinn úr hlutunum varðandi framhaldið, segir hann. „Ég hef að minnsta kosti ekki fengið annað en góð viðbrögð frá fólki og ekki síst starfskollegum.

Margir muna eftir gamanþáttunum Venni Páer sem voru sýndir árið 2006. Venni heldur lífi í aðalpersónu þáttanna, sem er einnig nafni hans, á vinsælli Facebook-síðu.

„Varðandi aðra seríu þá er hún vonandi væntanleg þar sem búið er að fá jákvæða umsögn handritið frá Kvikmyndamiðstöð en stóra spurningin er auðvitað hvort einhver sjónvarpsstöð fáist til að kaupa verkið,“ segir hann.

Hér má sjá eitt af myndböndunum:

Fylgdu Nútímanum á Facebook og þú missir ekki af einni einustu frétt.

Auglýsing

læk

Instagram