Verð á stórum bragðaref hækkar um 300 krónur í Ísbúð Vesturbæjar, aðrar búðir hækkuðu nýlega

Eigendur Ísbúðar Vesturbæjar hækkuðu verð á stórum bragðaref um 300 krónur um áramótin og kostar hann núna 1.500 krónur. Lítill bragðarefur var hækkaður um 100 krónur og miðstærð um 200 krónur.

Kristmann Óskarsson, framkvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar, segir í samtali við Nútímann að verð séu hækkuð einu sinni á ári í ísbúðinni. Hækkanirnar um áramótin taki meðal annars mið af launahækkun sem verði á þessu ári vegna núgildandi kjarasamninga og hækkun á mjólkurvörum og sælgæti.

Hann segir hækkanirnar á miðstærð og stórum bragðaref einnig taka mið af leiðréttingu sem ákveðið var að gera.

„Í mörgum öðrum ísbúðum kostar lítri af þeytingi 1.700 krónur en okkar var á 1.200 krónur,“ segir Kristmann en stærsti bragðarefurinn hjá Ísbúð Vesturbæjar er einn lítri.

Sjá einnig: Sex ástæður til að fá sér ís, prófaðu bragðarefsvélina ef þú getur ekki ákveðið þig

Ísbúð Vesturbæjar hagnaðist um rúmlega 50 milljónir króna árið 2015 og greiddu eigendurnir sér 46,5 milljónir í arð. Árið áður, 2014, greiddu þeir sér 82 milljónir í arð. Fréttatíminn greindi frá þessu í desember á síðasta ári.

Nútíminn kannaði verðið á bragðaref í nokkrum ísbúðum höfuðborgarsvæðisins. Við verðum bara að hafa þetta á hreinu þegar áramótaheitin renna út í sandinn og við hlýjum sálinni með ísköldum bragðaref.

Rétt er að taka fram að stærðirnar eru ekki staðlaðar, þ.e. munur getur til dæmis verið á magni íss í miðstærð af bragðaref á milli ísbúða.

Vesturbæjarís
Lítill: 1.100 kr. – Miðstærð: 1.300 kr. – Stór: 1.500 kr.
Verðið var síðast hækkað um áramótin.

Ísbúðin Brynja
Lítill: 950 kr. – Miðstærð: 1.100 kr – Stór: 1.200 kr.Lítri 1.700 kr.
Verðið var síðast hækkað sumarið 2016.

Ísbúðin Huppa:
Lítill: 850 kr. – Miðstærð: 950 kr – Stór: 1.050 kr.
Verðið var síðast hækkað 2016, ekki um áramótin.

Erluís, ísbúð í Skeifunni:
Lítill: 1.050 kr – Miðstærð: 1.250 kr – Stór: 1.450 kr
Verðið var hækkað haustið 2016.

Ísbúðin í Garðabæ, Háaleiti, Kringlunni og Smáralind
Lítill 1.100 kr – Miðstærð: 1.300 kr – Stór: 1.500 kr – 1 lítri 1.800 kr.
Verðið var síðast hækkað árið 2016, ekki um áramótin.

Auglýsing

læk

Instagram