Versti dagur ársins er í dag

Ef þér fannst erfitt að vakna í morgun og allt ómögulegt er það fullkomlega eðlilegt. Þriðji mánudagurinn í janúar er þunglyndislegasti dagur ársins — sá allra versti.

Blanda af allskonar hræðilegum hlutum gera daginn í dag verri en aðra daga. Fólk er að átta sig á að jólin séu í alvöru búin, reikningarnir frá því í desember streyma inn og flest erum við mætt aftur í vinnuna. Dagurinn kallast „Blue Monday“ og það voru Bretar sem gáfu deginum þetta nafn.

Dr. Cliff Arnall beitti flókum útreikningum til að komast að því að þriðji mánudagurinn í janúar væri alltaf sá þunglyndislegasti. Inn í jöfnuna tók hann veðrið, skuldastöðu, laun, tímann sem liðinn er frá jólum, tímann sem tók að brjóta áramótaheitið ásamt skort á hvatningu og þörf til að gera eitthvað í hlutunum.

En ekki óttast: Besti dagur ársins er framundan. Í júní.

Auglýsing

læk

Instagram