Vilja að sprettharði kópurinn lifi: Ömurlegt ef hann verður hakkaður niður í refafóður

Selkópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum aðfaranótt mánudags og fannst á tjaldstæðinu í Laugardal verður slátrað í haust og notaður í fóður fyrir refi. Þetta kemur fram á Vísi.

Hilmar Össurarson dýrahirðir sagði í fréttum Stöðvar 2 að vegna aðstöðuleysis í garðinum hljóti hann sömu örlög og önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum.

Hópur fólks berst nú fyrir því að kópurinn fái að lifa. Stofnaður hefur verið hópur á Facebook þar sem kemur fram að sprettharði selurinn hafi lífgað upp á bragðdaufa fréttahelgi með svaðilför sinni.

Og nú á að hakka hann niður í refafóður. Það er ömurlegur endir á sögunni.

Hópurinn var stofnaður rétt í þessu og þegar þetta er skrifað hafa 40 manns líkað við síðuna.

Auglýsing

læk

Instagram