Vinnur að þáttum um Drakúla greifa: „Hálfgerður sósíalískur fasisti í íslensku útgáfunni“

Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson vinnur nú að nýrri sjónvarpsþáttaröð sem verður byggð á íslenskri þýðingu bókarinnar um Drakúla greifa. Þættirnir eiga að gerast í London í rauntíma þar sem Drakúla sækist eftir stærra hlutverki en að sjúga blóð.

Makt myrkranna, kom út árið 1901 í þýðingu Valdimars Ásmundssonar. Um er að ræða þýðingu bókar Bram Stokers, Power of Darkness.

Í samtali við Nútímann segir Sigurjón verkefnið spennandi þar sem Drakúla verður sýndur í öðru ljósi en fólk hefur séð áður.  Þættirnir verða á ensku en byggðir á íslensku þýðingu bókarinnar, þar með verður sagan í þáttunum ólík því sem við þekkjum.

Sigurjón segir Valdimar hafa gert meira en að þýða bókina á sínum tíma þar sem að í upprunalegu útgáfu bókarinnar er Drakúla ekkert annað en vampíra.

Í íslensku útgáfunni er hann orðinn hálfgerður sósíalískur fasisti með stærri tilgang en að drepa fólk, meira í áttina að einræði og yfirráðum.

Sigurjón segir að þættirnir gerist að mestu í London.

„Við byrjum kannski í Transilvaníu með smá sögu Drakúla. Hugmyndin er sú að hann fari til London til þess að sækjast eftir meiri völdum í stærra samfélagi.Það mætti túlka þetta svolítið eins og Trump og Pútin, þetta er saga sem allir þekkja og við setjum þessa gömlu sögu í nýjan búning,“ segir hann.

Verkefnið er á byrjunarstigi og því ekki ljóst hvenær þættirnir verða sýndir í sjónvarpi.

Auglýsing

læk

Instagram