Virkir í athugasemdum í Bretlandi tryllast yfir ungbarnasundi á Íslandi: „Látið börnin í friði!“

Virkir í athugasemdum í Bretlandi eru gjörsamlega að tryllast yfir myndbandi fréttastofunnar Channel 4 News sem fjallar um ungbarnasundtíma hjá Snorra Magnússyni. Það sem fer helst fyrir brjóstið á þeim sem hafa skilið eftir athugasemdir um málið á Facebook er þegar Snorri lætur börnin halda jafnvægi í lófa sínum, eins og tíðkast í ungbarnasundi á Íslandi. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Leah Ellis segir að uppátækið sé tilgangslaust og alls ekki gott fyrir lappir og bök ungu barnanna. Amna Bibi tekur undir það og spyr af hverju börnin þurfi að læra svo fljótlega að standa upp. „Er ekki mest töfrandi að fá að hald á barninu sínu? Börn þroskast á þeim aldri sem þau vilja. Ekki ýta á eftir þeim að fullorðnast. Leyfið þeim að vera börn.“

Luise Hamilton blandar sér einnig í umræðina og segist ekki þola að horfa upp á þetta. „Af hverju myndirðu vilja láta fjögurra mánaða gamalt barn standa? Látið börnin í friði og leyfið þeim að vera börn!“ Hún spyr hvað er að fólkinu í myndbandinu og segir óþarfi að setja börnin á kaf ofan í laugina.

Þetta er hræðilegt og það getur ekki verið langt þangað til eitthvað hræðilegt kemur fyrir eitt af þessum börnum í vatninu.

Athugasemdirnar eru hátt í 5.000. Íslendingar hafa verið duglegir við að svara Bretunum og segja að aðferðirnar séu rótgrónar hér á landi.

Horfðu á myndbandið umdeilda hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram