Vodafone skráir kassamerkið #12stig sem vörumerki

Vodafone á Íslandi hefur fengið kassamerkið #12stig skráð sem vörumerki. Fólki er heimilt að nota það áfram. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins. Vörumerkið er skráð í flokkunum auglýsingastarfsemi, fjarskipti og skemmtistarfsemi.

Kassamerkið #12stig heldur utan umræðuna um Eurovision á samfélagsmiðlum, einkum á Twitter. Kassamerkið nýtur gríðarlegra vinsælda og tístin á meðan á undankeppninni hér heima og aðalkeppninni á meginlandi Evrópu hafa verið tugir þúsunda.

Sjá einnig: Twitter gengur af göflunum yfir Eurovision: Hér eru vinsælustu tístin

Á vef Viðskiptablaðsins kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá Vodafone sé öðru fremur um formsatriði að ræða.

Fyrirtækið hafi notað myllumerkið mikið í tengslum við tístrás og markaðsstarf í kringum söngvakeppnina. Ekki sé hyggt á neinar breytingar í þeim efnum.

Þá hyggst fyrirtækið ekki koma í veg fyrir að fólk, fyrirtæki og RÚV noti myllumerkið á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum.

Auglýsing

læk

Instagram