Youtube-stjarna gagnrýnir Icelandair, draumaferð til Íslands fór út um þúfur

Youtube-stjarnan Eva Gutowski hefur farið mikinn á Twitter síðastliðinn sólarhring og gagnrýnt Icelandair harðlega. Eva var í flugi frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur sem var snúið við í gær eftir að bilun kom upp í öðrum hreyfli vélarinnar.

Eva nýtur gríðarlegra vinsælda á internetinu. Rúmlega 700 þúsund manns fylgja henni á Twitter sem er lítið miðað við vinsældir hennar á Youtube, þar sem tæplega fimm milljónir fylgjast með reglulegum dagbókarfærslum hennar á rásinni My Life as Eva.

Hún segir í færslu á Twitter að Bláa lónið og náttúrufegurðin á Íslandi hafi heillað sig.

Síðasta hálfa árið hef ég ekki talað um annað en Ísland. Ég fann loksins tíma til að bóka ferð og tók bestu vini mína með mér.

Hún tístir um ástandi á Kastrup í gær eftir að vélin lenti þar á ný og segir meðal annars að starfsmaður hafi staðið uppi á borði og hrópað á fólk.

Eftir að flugvélinni lenti í Kaupmannahöfn á ný segist Eva hafa reynt að gera gott úr hlutunum. Hún fékk hins vegar þau skilaboð að flugið færi daginn eftir, semsagt í dag. Í dag átti hins vegar að vera eini heili dagurinn hennar á Íslandi þannig að hún var ekki sátt.

Hún lýsir samskiptum sínum við starfsfólk á flugvellinum og vandræðum sínum með að bóka nýtt flug.

Fluginu var svo aflýst og Eva og félagar ákváðu því að skoða Köben í staðinn fyrir Bláa lónið.

Og þau virðast sætta sig vel við það.

Auglýsing

læk

Instagram