Grillaðir maísstönglar með hvítlauk og parmesan

Hráefni:

  • 6 maísstönglar, ferskir eða afþýddir
  • 1 dl majónes
  • 2 msk ferskt saxað kóríander, plús extra fyrir skraut
  • 1 hvítlauksgeiri, rifinn niður
  • örlítill cayenne pipar
  • 2 1/2 dl fínt rifinn parmesanostur
  • 1/2 tsk chilliduft
  • lime sneiðar, má sleppa

Aðferð:

1. Hitið grillið á meðalhita.

2. Hrærið saman majónes, kóríander, hvítlauk, cayenne pipar og leggið til hliðar. Setjið rifna parmesanostinn á grunnan disk.

3. Þegar grillið er orðið heitt þá grillum við maísstönglana í nokkrar mín, c.a. 8-9 mín og snúum þeim reglulega á meðan.

4. Penslið maísstönglana næst með majónes blöndunni, takið einn í einu upp með töng, veltið upp úr parmesanostinum og raðið þeim á disk eða fat.

5. Kryddið þá til með chilli, cayenne pipar og fersku kóríander. Skreytið með lime sneiðum.

Auglýsing

læk

Instagram