Kóreskir blómkáls „vængir“ með chilli og hvítlauk

Hráefni/deig:

  • 1 blómkálshöfuð, skorið í hæfilega litla bita
  • 1 dl mjólk
  • 1 dl vatn
  • 1 dl hveiti
  • ½ tsk chilli flögur

Hráefni/sósan:

  • 1/2 dl rautt chilli mauk
  • 2 msk hlynsýróp
  • 1 msk sesamolía
  • ½ msk sojasósa
  • 1 msk eplaedik
  • 1 msk rifinn engifer
  • 2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • ¼ tsk salt og 1/4 tsk pipar
  • vatn til þynningar (ef þörf er á)

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 230 gráður og leggið bökunapappír á tvær ofnplötur.

2. Hrærið saman öll hráefnin fyrir deigið, bætið vatninu við í skömmtum þangað til þið fáið hæfilega þykkt, deigið þarf vera nógu þykkt til að festast við blómkálið. Dýfið næst einum bita í einu í deigið og látið allt umfram deig leka af þeim. Raðið þeim næst á ofnplöturnar.

3. Bakið þetta í ofninum í 25 mín eða þar til þeir hafa tekið á sig fallega gylltan lit. Takið þá úr ofninum og leggið til hliðar.

4. Hrærið saman hráefnin fyrir sósuna og dýfið hverjum blómkálsbita fyrir sig ofan í sósuna. Látið alla umfram sósu leka vel af bitunum áður en þeir fara aftur á ofnplötuna. Þegar búið er að hjúpa alla bitana fara þeir aftur í ofninn í 12-15 mín.

5. Raðið þeim á fat og toppið með söxuðum vorlauk og sesamfræjum. Gott er að setja smá súrmjólk, majónes og gráðaost í matvinnsluvél og mauka saman, þá er komin dásamlega góð ídýfa fyrir bitana.

Auglýsing

læk

Instagram