Einfaldur og fljótlegur núðluréttur!

Hráefni:

 • hrísgrjónanúðlur
 • 1/2 – 1 dl hnetusmjör
 • 1 msk hrísgrjónaedik
 • 1/2 – 1 dl sojasósa
 • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
 • 1/2 dl vatn
 • 1 msk olía
 • 1 msk hlynsýróp eða önnur sæta
 • 1 msk sesamolía
 • ½ tsk rauðar chilli flögur
 • 2-3 msk sriracha sósa

Aðferð:

1. Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakkningu.

2. Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlauk á lágum hita í um 2-3 mín. Hellið þá öllum hinum hráefnunum á pönnuna og hrærið vel saman í um 2-3 mín.. Setjið elduðu núðlurnar í skál og hellið um það bil helmingnum af sósunni yfir og blandið vel saman. Bætið meiri sósu eftir smekk, en best er að byrja á helmingnum. Toppið með söxuðum jarðhnetum, rauðum chilli og vorlauk.

Auglýsing

læk

Instagram