Eggjakaka með beikoni, spínati og fetaosti

Hráefni:

  • 5 beikonsneiðar
  • 1 lítill laukur skorinn smátt
  • 1/2 poki ferskt spínat
  • 1 msk hvítaukur, rifninn niður
  • 12 egg
  • 2 dl mjólk
  • Salt & pipar
  • 1 dl fetaostur

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið eldfast mót, c.a. 20×20 cm.

2. Steikið beikonið vel á pönnu, gott er að hafa það vel stökkt. Takið beikonið af pönnunni og leggið til hliðar.

3. Notið sömu pönnu (með beikon-fitunni) og steikið lauk, hvítlauk og spínat í um 5 mín. Færið þetta svo yfir í eldfasta mótið.

4. Brjótið eggin í skál og handþeytið þau vel. Hrærið mjólk saman við og kryddið til með salti og pipar. Leggið til hliðar.

Skerið steikta beikonð í litla bita og dreifið um 2/3 af yfir lauk/spínat-blönduna í forminu. Gerið það sama við um 2/3 af fetaostinu. Hellið þá eggjunum jafnt yfir allt saman. Dreifið afgangnum af beikoninu og fetaostinum yfir.

5. Bakið í um 20 mín eða þar til eggin eru orðin stíf. Berið fram með salati og/eða ristuðu brauði.

Auglýsing

læk

Instagram