Rjómalagað risarækjupasta með beikoni, hvítlauk og parmesan

Hráefni:

 • 2 msk ólívuolía
 • 4 hvítlauksgeirar rifnir niður
 • 600 gr risarækjur
 • 3 dl ferskt spínat
 • ½ laukur saxaður niður
 • 2 tsk salt
 • 1 tsk svartur pipar
 • 4 dl rjómi
 • 1 pakki linguine pasta eða tagliatelle
 • 6 beikonsneiðar, steiktar og skornar í bita
 • 2 dl rifinn parmesan
 • 3 msk fersk steinselja söxuð niður

Aðferð:

 1. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu.

2. Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn og rækjurnar þar til þær verða bleikar. Færið þær næst yfir á fat eða disk og leggið til hliðar.

3. Setjið spínat og lauk á pönnuna ásamt salti og pipar. Steikið þetta þar til spínatið er orðið mjúkt og laukurinn glær. Hellið þá rjómanum saman við og náið upp suðu. Leyfið þessu að malla stutta stund.

4. Setjið rækjurnar saman við ásamt steikta beikoninu, parmesan og steinselju. Þegar allt hefur blandast vel saman og osturinn hefur bráðnað fer soðna pastað saman við og þetta borið fram strax! Njótið!

Auglýsing

læk

Instagram